Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Árni Sæberg skrifar 3. maí 2024 12:12 Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Þetta kemur fram í ákæru sem Vísir hefur undir höndum og var þingfest í morgun. Ríkisútvarpið hefur eftir heimildum að konan hafi játað sök en borið fyrir sig ósakhæfi. Þinghald í málinu er lokað. Greint var frá því á dögunum að konan hafi einnig verið ákærð fyrir tilraun til að bana eldri syni hennar. Í ákærunni segir að móðirin hafi svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn, en drengurinn lést af völdum köfnunar. Hún hafi í kjölfarið farið inn í herbergi þar sem eldri sonur hennar lá sofandi, tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Við atlöguna hafi drengurinn vaknað og getað losað sig úr taki móður sinnar. Með háttsemi sinni hafi konan á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns. Þá krefur faðir drengjanna móðurina um átta milljónir króna í miskabætur. Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 23. apríl 2024 18:27 Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4. apríl 2024 13:35 Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11. mars 2024 17:07 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru sem Vísir hefur undir höndum og var þingfest í morgun. Ríkisútvarpið hefur eftir heimildum að konan hafi játað sök en borið fyrir sig ósakhæfi. Þinghald í málinu er lokað. Greint var frá því á dögunum að konan hafi einnig verið ákærð fyrir tilraun til að bana eldri syni hennar. Í ákærunni segir að móðirin hafi svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn, en drengurinn lést af völdum köfnunar. Hún hafi í kjölfarið farið inn í herbergi þar sem eldri sonur hennar lá sofandi, tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Við atlöguna hafi drengurinn vaknað og getað losað sig úr taki móður sinnar. Með háttsemi sinni hafi konan á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns. Þá krefur faðir drengjanna móðurina um átta milljónir króna í miskabætur.
Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 23. apríl 2024 18:27 Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4. apríl 2024 13:35 Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11. mars 2024 17:07 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 23. apríl 2024 18:27
Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4. apríl 2024 13:35
Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11. mars 2024 17:07