Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:23 Baldur Þórhallsson segir niðurstöðurnar vonbrigði en að hann finni mikinn meðbyr. vísir/vilhelm Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira