Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 14:39 Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne. við opnunina í gær. Stjr Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins. Þar kemur fram að Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne, hafi flutt ávarp og þá hafi Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, og Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, einnig til máls. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að það skipti máli að nú sé loksins búið að opna sendiskrifstofuna í Freetown formlega en undirbúningur hafi staðið yfir um nokkurt skeið. „Helstu verkefni skrifstofunnar snúa að þróunarsamvinnu og þar með er Síerra Leóne orðið þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, til viðbótar við Malaví og Úganda. Við viljum gera gagn auk þess að dýpka samstarf við Síerra Leóne og opnun sendiskrifstofunnar í Freetown er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð,“ segir Þórdís Kolbrún. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, flutti ávarp. Stjr Hófst árið 2018 Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með svæðaverkefni í fiskimálum í Vestur-Afríku, í samstarfi við Alþjóðabankann og stjórnvöld í landinu. „Ísland hefur einnig stutt við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), og bætt kyn- og frjósemisheilbrigði kvenna og stúlkna í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Fyrirætlunum Íslands um aukna þróunarsamvinnu og opnun sendiráðs hefur verið fagnað af stjórnvöldum, sem og öðrum framlagsríkjum. Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda við að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði á þeim svæðum sem Ísland styður. Þróunarsamvinna Íslands í Síerra Leóne er í samræmi við áherslur Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu félagslegra innviða, jafnréttismál og mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu,“ segir á vef utanríkisráðuneytisins. Sendiráð Íslands Síerra Leóne Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins. Þar kemur fram að Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne, hafi flutt ávarp og þá hafi Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, og Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, einnig til máls. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að það skipti máli að nú sé loksins búið að opna sendiskrifstofuna í Freetown formlega en undirbúningur hafi staðið yfir um nokkurt skeið. „Helstu verkefni skrifstofunnar snúa að þróunarsamvinnu og þar með er Síerra Leóne orðið þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, til viðbótar við Malaví og Úganda. Við viljum gera gagn auk þess að dýpka samstarf við Síerra Leóne og opnun sendiskrifstofunnar í Freetown er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð,“ segir Þórdís Kolbrún. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, flutti ávarp. Stjr Hófst árið 2018 Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með svæðaverkefni í fiskimálum í Vestur-Afríku, í samstarfi við Alþjóðabankann og stjórnvöld í landinu. „Ísland hefur einnig stutt við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), og bætt kyn- og frjósemisheilbrigði kvenna og stúlkna í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Fyrirætlunum Íslands um aukna þróunarsamvinnu og opnun sendiráðs hefur verið fagnað af stjórnvöldum, sem og öðrum framlagsríkjum. Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda við að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði á þeim svæðum sem Ísland styður. Þróunarsamvinna Íslands í Síerra Leóne er í samræmi við áherslur Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu félagslegra innviða, jafnréttismál og mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu,“ segir á vef utanríkisráðuneytisins.
Sendiráð Íslands Síerra Leóne Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent