Samherjar Alberts náðu í stig í Mílanó Íþróttadeild Vísis skrifar 5. maí 2024 18:20 Leikmenn Genoa fagna. EPA-EFE/Roberto Bregani Samherjar Alberts Guðmundssonar náðu í stig á útivelli gegn AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðin gerðu 3-3 jafntefli á San Siro-leikvaningum í Mílanó. Albert var fjarri góðu gamni en hann hefur verið einn besti maður liðsins á leiktíðinni. Mateo Retegui kom Genoa yfir strax á 5. mínútu með marki af vítapunktinum eftir að vítaspyrna var dæmd. Alessandro Florenzi jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Caleb Ekuban kom gestunum yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik en Matteo Gabbia jafnaði metin á 72. mínútu og Oliver Giroud kom heimaliðinu yfir þremur mínútum síðar. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka varð Malick Thiaw, leikmaður AC Milan, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 3-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þetta var fjórði leikur AC Milan í röð án sigurs en liðið situr þó sem fastast í 2. sæti Serie A með 71 stig. Genoa er í 12. sæti með 43 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Samherjar Alberts Guðmundssonar náðu í stig á útivelli gegn AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðin gerðu 3-3 jafntefli á San Siro-leikvaningum í Mílanó. Albert var fjarri góðu gamni en hann hefur verið einn besti maður liðsins á leiktíðinni. Mateo Retegui kom Genoa yfir strax á 5. mínútu með marki af vítapunktinum eftir að vítaspyrna var dæmd. Alessandro Florenzi jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Caleb Ekuban kom gestunum yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik en Matteo Gabbia jafnaði metin á 72. mínútu og Oliver Giroud kom heimaliðinu yfir þremur mínútum síðar. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka varð Malick Thiaw, leikmaður AC Milan, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 3-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þetta var fjórði leikur AC Milan í röð án sigurs en liðið situr þó sem fastast í 2. sæti Serie A með 71 stig. Genoa er í 12. sæti með 43 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti