Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 19:32 Til vinstri má sjá aðskotahluti sem ratað hafa í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar. Á meðal þeirra er gaffall merktur Alþingi, sem Oddny Harðardóttir veitti viðtöku þegar fréttamaður leit við í Alþingishúsinu í dag. Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða. Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða.
Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira