Fjallað verður um nýja Maskínukönnun og frammistöðu forsetaframbjóðenda í kappræðum á RÚV í gærkvöldi í hádegisfréttum á Bylgjunni.
Þá förum við að botni Miðjarðarhafs en fulltrúar Hamas eru nú á leið á fund fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar um vopnahlé á Gasaströndinni.
Bakgarðshlaupið fer fram í fimmta sinn um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Við fáum að heyra stöðuna í hlaupinu í beinni útsendingu.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.