Þórir bæði með mark og stoðsendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 12:59 Þórir Jóhann Helgason fagnar hér marki sínu fyrir Eintracht Braunschweig í dag. Getty/Daniel Löb Þórir Jóhann Helgason var á skotskónum með liði Eintracht Braunschweig í þýsku b-deildinni í dag. Eintracht Braunschweig gerði þá 3-3 jafntefli á útivelli á móti Greuther Furth eftir að hafa misst niður 2-0 forystu og spilað allan seinni hálfleikinn manni færri. Þórir skoraði fyrsta mark leiksins og lagði síðan upp jöfnunarmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark Þóris síðan að hann skoraði á móti St. Pauli í fyrstu umferðinni í byrjun septembermánaðar. Hann er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í 26 deildarleikjum á leiktíðinni. Stigið skilar Braunschweig liðinu upp í 14. sæti með 35 stig en liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þórir kom Braunschweig í 1-0 á 13. mínútu. Hann skoraði með hægri fótar skoti úr miðjum vítateignum eftir sendingu frá Marvin Rittmüller. Tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Rayan Philippe. Þetta leit því vel út fyrir Braunschweig sem þurfti nauðsynlega á stigunum að halda í baráttunni fyrir sæti sínu í deildinni. Greuther Furth minnkaði muninn á 33. mínútu og varð síðan manni fleiri í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Robin Krausse fékk beint rautt spjald. Braunschweig spilaði því allan seinni hálfleikinn tíu á móti ellefu. Þórir og félagar héldu út fram á 68. mínútu þegar Robert Wagner jafnaði metin. Greuther Furth komst síðan í 3-2 á 76. mínútu en Braunschweig liðið gafst ekki upp. Þórir lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Rayan Philippe á 79. mínútu. Það dugði liðinu til að ná jafnteflinu. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðustu þrettán mínúturnar í 1-2 tapi Hansa Rostock á heimavelli á móti Karlsruher SC. Þýski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Sjá meira
Eintracht Braunschweig gerði þá 3-3 jafntefli á útivelli á móti Greuther Furth eftir að hafa misst niður 2-0 forystu og spilað allan seinni hálfleikinn manni færri. Þórir skoraði fyrsta mark leiksins og lagði síðan upp jöfnunarmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark Þóris síðan að hann skoraði á móti St. Pauli í fyrstu umferðinni í byrjun septembermánaðar. Hann er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í 26 deildarleikjum á leiktíðinni. Stigið skilar Braunschweig liðinu upp í 14. sæti með 35 stig en liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þórir kom Braunschweig í 1-0 á 13. mínútu. Hann skoraði með hægri fótar skoti úr miðjum vítateignum eftir sendingu frá Marvin Rittmüller. Tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Rayan Philippe. Þetta leit því vel út fyrir Braunschweig sem þurfti nauðsynlega á stigunum að halda í baráttunni fyrir sæti sínu í deildinni. Greuther Furth minnkaði muninn á 33. mínútu og varð síðan manni fleiri í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Robin Krausse fékk beint rautt spjald. Braunschweig spilaði því allan seinni hálfleikinn tíu á móti ellefu. Þórir og félagar héldu út fram á 68. mínútu þegar Robert Wagner jafnaði metin. Greuther Furth komst síðan í 3-2 á 76. mínútu en Braunschweig liðið gafst ekki upp. Þórir lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Rayan Philippe á 79. mínútu. Það dugði liðinu til að ná jafnteflinu. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðustu þrettán mínúturnar í 1-2 tapi Hansa Rostock á heimavelli á móti Karlsruher SC.
Þýski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Sjá meira