„Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 16:44 Pistill Steinunnar Ólínu hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira