Í fréttaskeyti lögreglunnar kemur fram að sami maður hafi tveimur tímum síðar verið handtekinn eftir að hann réðst á mann fyrir utan Hlemm. Sá var vistaður í fangaklefa.
Þá fjarlægði lögregla aðila frá bráðamóttöku Landspítalans en sá hafði verið til vandræða.
Þetta var allt og sumt sem kom fram í fréttaskeytinu og því virðist dagurinn hafa verið nokkuð rólegur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.