Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Nótt Thorberg skrifar 6. maí 2024 09:16 Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun