Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 09:05 Gleðin var ósvikin hjá norsku hlaupakonunum þegar ólympíufarseðillinn var í höfn, og ekki síður þegar þær fengu að gera upp veðmálið við þjálfarana sína. Instagram/@lakeriertzgaard Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira