Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2024 09:06 Mari elskar sveitina í Eistlandi. Í síðustu viku var heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Järsk frumsýnd á Stöð 2 en þar fór hún yfir lífshlaup sitt og fylgdist Sigrún Ósk einnig með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi. Mari kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu og vakti þjóðarathygli þegar hún hljóp tæpa 300 kílómetra í svokölluðu bakgarðshlaupi þar sem hún kveikti sér í sígarettu eftir hvern einasta hring. Mari er frá Eistlandi og kemur af mjög brotnu heimili. Hún bjó lengi vel hjá ömmu sinni og afa í Eistlandi og í heimildarmyndinni fór hún til að mynda yfir aðstæður hjá þeim, en Mari talar einstaklega fallega um þau bæði. En þegar Mari bjó hjá þeim út í sveit í Eistlandi þurfti hún meðal annars að fara á útikamar á nóttinni, og það í niðamyrkri. „Í brunninum þarna er tekið vatn, hitað og það síðan notað til að þvo sér,“ segir Mari og heldur áfram umræðunni um sveitabýlið. „Núna er komið klósett en á þessum tíma var bara útikamar. Þegar maður var lítill og var að fara út í svartamyrkrið í Eistlandi þá var þetta frekar óhugnanlegt. Það er ekkert hræðilegt að horfa á þetta núna en þegar maður er svona 4,5, 6 sjö ára er þetta martröð,“ segir Mari. „En ég elska þetta allt saman. Leiðirnar í skóginum eru uppáhalds og ég tengi sveitina bara aldrei við slæmar minningar.“ Mari er sem stendur að hlaupa í bakgarðshlaupi í Reykjavík og stefnir á Íslandsmetið sem er 50 hringir. Í bakgarðshlaupi hleypur hver hlaupari 6,7 kílómetra og hefur til þess eina klukkustund. Ef þú kemur fyrr í mark, þýðir það einfaldlega að þú færð meiri hvíld. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni sem var á dagskrá í síðustu viku. Hægt er að sjá myndina í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ en segja má að ævi Mari hafi verið erfiðari en hjá flestum. Klippa: Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn Bakgarðshlaup Ástin og lífið Eistland Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Mari kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu og vakti þjóðarathygli þegar hún hljóp tæpa 300 kílómetra í svokölluðu bakgarðshlaupi þar sem hún kveikti sér í sígarettu eftir hvern einasta hring. Mari er frá Eistlandi og kemur af mjög brotnu heimili. Hún bjó lengi vel hjá ömmu sinni og afa í Eistlandi og í heimildarmyndinni fór hún til að mynda yfir aðstæður hjá þeim, en Mari talar einstaklega fallega um þau bæði. En þegar Mari bjó hjá þeim út í sveit í Eistlandi þurfti hún meðal annars að fara á útikamar á nóttinni, og það í niðamyrkri. „Í brunninum þarna er tekið vatn, hitað og það síðan notað til að þvo sér,“ segir Mari og heldur áfram umræðunni um sveitabýlið. „Núna er komið klósett en á þessum tíma var bara útikamar. Þegar maður var lítill og var að fara út í svartamyrkrið í Eistlandi þá var þetta frekar óhugnanlegt. Það er ekkert hræðilegt að horfa á þetta núna en þegar maður er svona 4,5, 6 sjö ára er þetta martröð,“ segir Mari. „En ég elska þetta allt saman. Leiðirnar í skóginum eru uppáhalds og ég tengi sveitina bara aldrei við slæmar minningar.“ Mari er sem stendur að hlaupa í bakgarðshlaupi í Reykjavík og stefnir á Íslandsmetið sem er 50 hringir. Í bakgarðshlaupi hleypur hver hlaupari 6,7 kílómetra og hefur til þess eina klukkustund. Ef þú kemur fyrr í mark, þýðir það einfaldlega að þú færð meiri hvíld. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni sem var á dagskrá í síðustu viku. Hægt er að sjá myndina í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ en segja má að ævi Mari hafi verið erfiðari en hjá flestum. Klippa: Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn
Bakgarðshlaup Ástin og lífið Eistland Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira