Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 10:14 Frosti Logason telur ljóst að baráttan gegn ofbeldi hafi breyst í hreint og klárt ofbeldi. vísir/vilhelm Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Þar hafa einhverjir meðlima hópsins talað um að kjósa ekki frambjóðendur sem fara í viðtöl hjá Frosta og reyndar Sölva Tryggvasyni einnig. Sumir meðlimir halda bókhald yfir þá sem þangað hafa farið í viðtal. „Ók. Dæmi alla forsetaframbjóðendur sem mæta í hlaðvarpið hans [Frosta]. Hvað eruð þið að gera?? Jón Gnarr og Helga Þórisdóttir hafa mætt til hans", gæti verið dæmi um slíkt. Frosta er brugðið. „Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu.“ Vilja stimpla Frosta sem ofbeldismann Þetta fer fram með skipulegum hætti en Frosti hefur rætt við nokkra úr þeim hópi sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig.“ En fljótlega kom í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. „Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð.“ Sambandsslitin enn til athugunar Frosti segir mál að linni en þessi hópar ráðast að viðmælendum hans fyrir það eitt að mæta til hans í viðtöl. Hann hefur orðið var við að hik sé komið á suma viðmælendur. Frosti hefur því ákveðið að tímabært sé að hlustendur hans heyri alla sólarsöguna, það er hvernig þessi sambandsslit gengu fyrir sig af hans hálfu. „Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi.“ Frosti verður í ítarlegu viðtal við Einkalíf Vísis á fimmtudaginn og mun líklega koma inn á þetta þar meðal annars.. Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þar hafa einhverjir meðlima hópsins talað um að kjósa ekki frambjóðendur sem fara í viðtöl hjá Frosta og reyndar Sölva Tryggvasyni einnig. Sumir meðlimir halda bókhald yfir þá sem þangað hafa farið í viðtal. „Ók. Dæmi alla forsetaframbjóðendur sem mæta í hlaðvarpið hans [Frosta]. Hvað eruð þið að gera?? Jón Gnarr og Helga Þórisdóttir hafa mætt til hans", gæti verið dæmi um slíkt. Frosta er brugðið. „Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu.“ Vilja stimpla Frosta sem ofbeldismann Þetta fer fram með skipulegum hætti en Frosti hefur rætt við nokkra úr þeim hópi sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig.“ En fljótlega kom í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. „Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð.“ Sambandsslitin enn til athugunar Frosti segir mál að linni en þessi hópar ráðast að viðmælendum hans fyrir það eitt að mæta til hans í viðtöl. Hann hefur orðið var við að hik sé komið á suma viðmælendur. Frosti hefur því ákveðið að tímabært sé að hlustendur hans heyri alla sólarsöguna, það er hvernig þessi sambandsslit gengu fyrir sig af hans hálfu. „Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi.“ Frosti verður í ítarlegu viðtal við Einkalíf Vísis á fimmtudaginn og mun líklega koma inn á þetta þar meðal annars..
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira