Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 11:26 Flugvélin fórst í Þingvallavatni í febrúar árið 2022. vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu. Félagið Volcano Air ehf. var eigandi og umráðandi vélarinnar. Félagið var ekki með skráð flugrekstrarleyfi og hafði ekki heimild til að fljúga með farþega gegn gjaldi. Fjórir létust í slysinu, flugmaðurinn og þrír erlendir farþegar. Þeir voru hér á landi að útbúa auglýsingaefni fyrir samfélagsmiðla og var tilgangur flugferðarinnar að búa til slíkt efni. Vélin tók á loft 10:38 um morguninn og var gert ráð fyrir tveggja klukkustunda ferð. Klukkan 11:48 hafnaði vélin í vatninu og í lokaskýrslu RNSA sem gefin var út í dag segir að hún hafi sokkið tveimur mínútum síðar. Nægt eldsneyti var á vélinni og viðhald hennar samkvæmt áætlun. Ekkert fannst að flugvélinni sem gæti hafa skýrt tildrög slyssins. „RNSA gat ekki skorið úr um hvort til stóð að lenda á ísilögðu vatninu eða fljúga í lítilli hæð yfir því. RNSA telur mannlega þætti vera meðverkandi í flugslysinu,“ segir í skýrslunni. Brotlína gefur vísbendingar um hvernig flugvélin fór í gegnum ísinn.RNSA Sendirinn fór ekki í gang Neyðarsendir vélarinnar fór ekki í gang eins og á að gerast við harkalega nauðlendingu eða flugslys á landi. Nefndin telur að hann hafi ekki farið í gang þar sem lendingin var ekki nægilega harkaleg. Ólíklegt sé að sendirinn hafi verið bilaður. Neyðarlínunni barst símtal frá einum farþega vélarinnar skömmu eftir að vélin hafnaði í vatninu en engin greinileg samskipti voru í símtalinu. Mynd tekin af Teledyne Gavia-kafbát sem sýnir Textron 172 flugvél í Þingvallavatni.RNSA „RNSA telur þó að sennilega hafi verið ómögulegt að bjarga lífum flugmannsins og farþega flugvélarinnar þrátt fyrir að símtalinu til Neyðarlínunnar hefði verið fylgt eftir, miðað við aðstæður við Þingvallavatn og þá staðreynd að ísinn á vatninu gaf sig undan þunga flugvélarinnar. Skiptir þar kuldi Þingvallavatns mestu,“ segir í skýrslunni. Hefðu líklegast ekki náð í land Mennirnir fundust nokkru frá flaki vélarinnar en sennilegt er að þeir hafi yfirgefið hana út um gluggana. Hiti Þingvallavatns var við frostmark og brotlenti vélin um 760 metra frá landi. Með tillit til fjarlægðarinnar, kuldans og íssins í vatninu telur RNSA litlar líkur á að þeir hefðu náð landi. Samkvæmt réttarmeinafræðingi sáust einkenni drukknunar hjá þeim öllum. Fjarlægð í land var annarsvegar um 905 metrar frá TF-ABB til suðurs og hins vegar 760 metrar til suðausturs.RNSA Við rannsókn málsins fann RNSA myndskeið úr öryggismyndavél við vatnið en þar sést vélin lækka flugið í átt að vatninu. Á myndbandinu virðist vélinni hafa verið annað hvort flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu eða vera í lendingarbruni á ísnum í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. Ekki reyndist unnt að greina hvort um lendingarbrun eða litla flughæð yfir vatninu var að ræða. „RNSA reyndi að greina hvort að það sæist til þeirra sem voru um borð, en það reyndist ógerningur vegna takmarkaðra gæða upptökunnar, þrátt fyrir eftirvinnsluna sem var unnin til að auka gæði hennar,“ segir í skýrslunni. Vatnsgusa myndast þegar flugvél TF-ABB hafnaði í Þingvallavatni. Rammi úr upptöku öryggismyndavélarinnar.RNSA Ekki með tilskyld leyfi Í skýrslunni kemur fram að ekki sé heimilt að fljúga með farþega gegn gjaldi eða í ábataskyni á Íslandi nema það sé samkvæmt gildandi flugrekstrarleyfi fyrir flutningaflug. Eigandi og umsjónaraðili vélarinnar, Volcano Air ehf., var ekki með skráð flugrekstrarleyfi og hafði því ekki heimild til að fljúga með farþega gegn gjaldi. Á því eru þrjár undantekningar: Það er flugkennsla, skipting kostnaðar og kynningarflug. Í skýrslunni segir að við rannsókn málsins hafi ekki fundist samkomulag milli Volcano Air og farþeganna, eða önnur gögn sem gáfu til kynna að tilhugun flugsins yrði eitthvað af þessu þrennu. Mannlegir þættir haft áhrif Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að mannlegir þættir hafi mögulega haft áhrif á tildrög slyssins. „Ef lenda átti á ísilögðu vatninu þá telur RNSA mannlega þætti mögulega snúa að ákvörðunarvillu, fyrirfram ákveðinni sýn, umhverfinu og/eða ofmat á eigin getu. Ef fljúga átti í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu þá telur RNSA mannlega þætti mögulega snúa að færnivillu, skynvillu og/eða tæknilegu umhverfi,“ segir í skýrslunni. Óháð því hvort lenda átti á vatninu eða fljúga í lítilli hæð yfir því þá telur nefndin mannlega þætti snúa að ófullnægjandi skipulagningu, álags utan flugsins, rekstrarumhverfi og/eða rekstrarferli. Orsökin er talin vera að vélin hafi lent á ísilögðu vatni og að ísinn hafi ekki borið þunga vélarinnar með þeim afleiðingum að hann brotnaði og hún fór í gegnum hann. Hurðir lokaðar, en ólæstar, og gluggar í hurðum opnirRNSA „RNSA telur sennilegt að tilgangur flugsins, að útbúa raunveruleikaefni, hafi verið áhrifaþáttur í því að flugmaðurinn lækkaði flugið niður að vatninu,“ segir í skýrslunni. Rannsókn leiddi í ljós að flugmaðurinn hafði áður lent á ísilögðu vatni. Mögulegt er að flugmaðurinn hafi gefið sér að aðstæður við vatnið á slysdegi væru sambærilegar við hans fyrri reynslu og hann því ákveðið að lenda á ísilögðu vatninu með þá fyrirfram ákveðnu sýn þar sem aðstæður eru keimlíkar fyrri lendingum flugmannsins á ís og ekki er tekið tillit til vísbendinga um annað. Samræmist betur Því er beint til Samgöngustofu að innleiða það að setja nýja ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými. Því er beint til Landhelgisgæslunnar að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað og að Samhæfingarstöðin og aðrir viðbragðsaðilar gæti þess að samræma töluleg gögn og aðrar upplýsingar og úrvinnslu þeirra í tengslum við leit og björgun. Ljósmynd sem tekin var úr flugvél TF-ABB klukkan 11:48:08RNSA Neyðarlínan bæti eftirfylgni vegna símhringinga án skýrrar tjáningar þess sem hringir. Mikilvægar ábendingar nefndarinnar eru þær að flugmenn virði reglur varðandi lágmarksflughæð og að lenda ekki utan flugbrauta, nema að ganga úr skugga um að aðstæður séu öruggar. Þeir kynni sér skipulagsskrá Flugöryggisstofnunar Evrópu um aukið öryggi í einkaflugi á litlum flugvélum. Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Félagið Volcano Air ehf. var eigandi og umráðandi vélarinnar. Félagið var ekki með skráð flugrekstrarleyfi og hafði ekki heimild til að fljúga með farþega gegn gjaldi. Fjórir létust í slysinu, flugmaðurinn og þrír erlendir farþegar. Þeir voru hér á landi að útbúa auglýsingaefni fyrir samfélagsmiðla og var tilgangur flugferðarinnar að búa til slíkt efni. Vélin tók á loft 10:38 um morguninn og var gert ráð fyrir tveggja klukkustunda ferð. Klukkan 11:48 hafnaði vélin í vatninu og í lokaskýrslu RNSA sem gefin var út í dag segir að hún hafi sokkið tveimur mínútum síðar. Nægt eldsneyti var á vélinni og viðhald hennar samkvæmt áætlun. Ekkert fannst að flugvélinni sem gæti hafa skýrt tildrög slyssins. „RNSA gat ekki skorið úr um hvort til stóð að lenda á ísilögðu vatninu eða fljúga í lítilli hæð yfir því. RNSA telur mannlega þætti vera meðverkandi í flugslysinu,“ segir í skýrslunni. Brotlína gefur vísbendingar um hvernig flugvélin fór í gegnum ísinn.RNSA Sendirinn fór ekki í gang Neyðarsendir vélarinnar fór ekki í gang eins og á að gerast við harkalega nauðlendingu eða flugslys á landi. Nefndin telur að hann hafi ekki farið í gang þar sem lendingin var ekki nægilega harkaleg. Ólíklegt sé að sendirinn hafi verið bilaður. Neyðarlínunni barst símtal frá einum farþega vélarinnar skömmu eftir að vélin hafnaði í vatninu en engin greinileg samskipti voru í símtalinu. Mynd tekin af Teledyne Gavia-kafbát sem sýnir Textron 172 flugvél í Þingvallavatni.RNSA „RNSA telur þó að sennilega hafi verið ómögulegt að bjarga lífum flugmannsins og farþega flugvélarinnar þrátt fyrir að símtalinu til Neyðarlínunnar hefði verið fylgt eftir, miðað við aðstæður við Þingvallavatn og þá staðreynd að ísinn á vatninu gaf sig undan þunga flugvélarinnar. Skiptir þar kuldi Þingvallavatns mestu,“ segir í skýrslunni. Hefðu líklegast ekki náð í land Mennirnir fundust nokkru frá flaki vélarinnar en sennilegt er að þeir hafi yfirgefið hana út um gluggana. Hiti Þingvallavatns var við frostmark og brotlenti vélin um 760 metra frá landi. Með tillit til fjarlægðarinnar, kuldans og íssins í vatninu telur RNSA litlar líkur á að þeir hefðu náð landi. Samkvæmt réttarmeinafræðingi sáust einkenni drukknunar hjá þeim öllum. Fjarlægð í land var annarsvegar um 905 metrar frá TF-ABB til suðurs og hins vegar 760 metrar til suðausturs.RNSA Við rannsókn málsins fann RNSA myndskeið úr öryggismyndavél við vatnið en þar sést vélin lækka flugið í átt að vatninu. Á myndbandinu virðist vélinni hafa verið annað hvort flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu eða vera í lendingarbruni á ísnum í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. Ekki reyndist unnt að greina hvort um lendingarbrun eða litla flughæð yfir vatninu var að ræða. „RNSA reyndi að greina hvort að það sæist til þeirra sem voru um borð, en það reyndist ógerningur vegna takmarkaðra gæða upptökunnar, þrátt fyrir eftirvinnsluna sem var unnin til að auka gæði hennar,“ segir í skýrslunni. Vatnsgusa myndast þegar flugvél TF-ABB hafnaði í Þingvallavatni. Rammi úr upptöku öryggismyndavélarinnar.RNSA Ekki með tilskyld leyfi Í skýrslunni kemur fram að ekki sé heimilt að fljúga með farþega gegn gjaldi eða í ábataskyni á Íslandi nema það sé samkvæmt gildandi flugrekstrarleyfi fyrir flutningaflug. Eigandi og umsjónaraðili vélarinnar, Volcano Air ehf., var ekki með skráð flugrekstrarleyfi og hafði því ekki heimild til að fljúga með farþega gegn gjaldi. Á því eru þrjár undantekningar: Það er flugkennsla, skipting kostnaðar og kynningarflug. Í skýrslunni segir að við rannsókn málsins hafi ekki fundist samkomulag milli Volcano Air og farþeganna, eða önnur gögn sem gáfu til kynna að tilhugun flugsins yrði eitthvað af þessu þrennu. Mannlegir þættir haft áhrif Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að mannlegir þættir hafi mögulega haft áhrif á tildrög slyssins. „Ef lenda átti á ísilögðu vatninu þá telur RNSA mannlega þætti mögulega snúa að ákvörðunarvillu, fyrirfram ákveðinni sýn, umhverfinu og/eða ofmat á eigin getu. Ef fljúga átti í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu þá telur RNSA mannlega þætti mögulega snúa að færnivillu, skynvillu og/eða tæknilegu umhverfi,“ segir í skýrslunni. Óháð því hvort lenda átti á vatninu eða fljúga í lítilli hæð yfir því þá telur nefndin mannlega þætti snúa að ófullnægjandi skipulagningu, álags utan flugsins, rekstrarumhverfi og/eða rekstrarferli. Orsökin er talin vera að vélin hafi lent á ísilögðu vatni og að ísinn hafi ekki borið þunga vélarinnar með þeim afleiðingum að hann brotnaði og hún fór í gegnum hann. Hurðir lokaðar, en ólæstar, og gluggar í hurðum opnirRNSA „RNSA telur sennilegt að tilgangur flugsins, að útbúa raunveruleikaefni, hafi verið áhrifaþáttur í því að flugmaðurinn lækkaði flugið niður að vatninu,“ segir í skýrslunni. Rannsókn leiddi í ljós að flugmaðurinn hafði áður lent á ísilögðu vatni. Mögulegt er að flugmaðurinn hafi gefið sér að aðstæður við vatnið á slysdegi væru sambærilegar við hans fyrri reynslu og hann því ákveðið að lenda á ísilögðu vatninu með þá fyrirfram ákveðnu sýn þar sem aðstæður eru keimlíkar fyrri lendingum flugmannsins á ís og ekki er tekið tillit til vísbendinga um annað. Samræmist betur Því er beint til Samgöngustofu að innleiða það að setja nýja ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými. Því er beint til Landhelgisgæslunnar að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað og að Samhæfingarstöðin og aðrir viðbragðsaðilar gæti þess að samræma töluleg gögn og aðrar upplýsingar og úrvinnslu þeirra í tengslum við leit og björgun. Ljósmynd sem tekin var úr flugvél TF-ABB klukkan 11:48:08RNSA Neyðarlínan bæti eftirfylgni vegna símhringinga án skýrrar tjáningar þess sem hringir. Mikilvægar ábendingar nefndarinnar eru þær að flugmenn virði reglur varðandi lágmarksflughæð og að lenda ekki utan flugbrauta, nema að ganga úr skugga um að aðstæður séu öruggar. Þeir kynni sér skipulagsskrá Flugöryggisstofnunar Evrópu um aukið öryggi í einkaflugi á litlum flugvélum.
Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira