Getum við breytt fortíðinni? Ásgeir Jónsson skrifar 6. maí 2024 12:30 Morðið á Kitty Genovese 13. mars 1964 Getum við breytt fortíðinni? Áður en við svörum því, þá skulum við skoða eitt alræmdasta og þekktasta morðið í New York-fylki. Morðið á Kitty Genovese 13. mars 1964. Alls voru 37 sjónvitni að morðinu og þau gerðu ekkert til að bjarga henni þegar á hana var ráðist þrisvar sinnum og að lokum var hún stungin til bana. Þetta átti sér stað frá kl. 02.30 til 03.00 að morgni 13. mars 1964. Fyrirsagnir NY Times „Í meira en hálftíma horfðu 38 virðulegir og löghlýðnir borgarar í Queens á morðingja elta og stinga konu í þremur aðskildum árásum í Kew Gardens…“ „Ekki einn einstaklingur hringdi í lögregluna meðan á árásinni stóð; eitt vitni hringdi eftir að konan var látin.“ Þessi umfjöllun NY Times birtist 27. mars 1964, eða tveimur vikum eftir að morðið átti sér stað. Raunveruleikinn Hver var síðan „raunveruleikinn”? Það voru aldrei 37 vitni… hve mörg þau voru veit enginn með vissu. En vitað er að vitnin voru færri en fimm, enda mið nótt. Flest „vitnin“ sáu aldrei neitt, heyrðu aðeins öskur, sem var ekki óalgengt á þessum tíma og í þessu hverfi. Árásirnar voru tvær, ekki þrjár. Aðeins eitt vitni var að seinni árásinni, þar sem árásin var innandyra, í forstofu, þar sem Kitty leitaði skjóls. Ástæða þess að það voru tvær árásir var að Robert Mozer öskraði út um glugga og hræddi árásarmanninn í burtu. Síðan sá hann Kitty ganga eitthvert áleiðis þar sem hún hvarf sjónum. Hann er langt frá því að vera þögult vitni líkt og blaðamaður NY times lýsti. Þegar sjúkrabíllinn kom á vettvang, einmitt vegna þess að nágrannar höfðu kallað á hjálp, lá Genovese, enn á lífi, í faðmi nágrannakonu að nafni Sophia Farrar. En hún hafði haft hugrekki til að yfirgefa íbúð sína og fara á vettvang glæpsins. Jafnvel þótt hún væri þess ekki fullviss að morðinginn væri þar enn á sveimi. Nokkur „vitni“ sögðust hafa hringt í lögregluna en fengu þau skilaboð að það hefði þegar verið tilkynnt um þetta og allt væri komið í ferli. Lögreglan sagðist ekki kannast við þetta, þó sagði hún að það væri þarna alræmdur bar þar sem oft væri hringt frá með misgáfulegar ábendingar. Því hafi þessi símtöl kannski fallið á milli stafs og bryggju. Þarna var 911 ekki komið til sögunnar en þessi atburður varð upphafið að því að 911 var komið á fót. Hvaðan kom þessi frásögn af 38 vitnum? Líklegasta skýringin er hádegisverðarfundur, sem blaðamaður NY Times átti með lögreglustjórn NY tíu dögum eftir morðið. Þar er talið að lögreglustjórinn hafi sagt blaðamanninum frá þessum 38 vitnum og allt fór af stað. Enginn veit hins vegar hvaða lögreglustjórinn fékk þessa tölu. Blaðamaður NY times talaði við sum vitnanna sem sögðu frá því sem nefnt var hér að framan en hann sá enga ástæðu til þess að hafa það með í sinni umfjöllun. Þegar hann var síðar inntur eftir ástæðunni, svaraði hann því til að „það hefði eyðilagt söguna”. Afleiðingarnar Sjaldan eða aldrei hefur glæpur í New York kallað fram jafn mikla hneykslun almennings og þessi. Dagblöð og fréttastöðvar dreifðu sögunni um allt land og út um allan heim, fólk bara gat ekki skilið framkomu vitnanna og skort á samkennd með náunganum í NY. Prestar og stjórnmálamenn kepptust við að gagnrýna atburðinn en sálfræðingar kepptust við að reyna að skilja hann. Og „the rest is history“ eins og sagt er… Síðan hefur nánast verið fjallað um þennan atburð í flestöllum sálfræði- og félagsfræðiáföngum út um allan heim… Fjöldinn allur af vísindamönnum og sálfræðingum hefur gert sér atvinnu og lífsviðurværi af þessu máli, og þaðan kemur „bystander effect“ eða áhorfendaáhrif. Áhorfendaáhrif eru því áhrif þar sem einstaklingur gerir ekkert í tilteknum aðstæðum einfaldlega vegna þess að talið er að einhver annar muni hlaupa í skarðið. Fólk er einnig ólíklegra og eða tekur lengri tíma til þess að hjálpa, því fleiri sem eru viðstaddir. Að falla á sverðið Hérna fellur NY Times á sverðið og viðurkennir mistök sín, það er alltaf virðingarvert! Og hafa ekki bara gert það einu sinni, heldur í þremur aðskildum greinum. Remembering Kitty Genovese - The New York Times (nytimes.com) 1964 | How Many Witnessed the Murder of Kitty Genovese? - The New York Times (nytimes.com) Kitty, 40 Years Later - The New York Times (nytimes.com) Dreifing á sögunni Í könnun, sem var gerð árið 2008, var fjallað um morð í 10 vinsælustu kennslubókum í sálfræði í USA. Á „Wikipedia“ kemur meðal annars fram, „Þessi saga er kennd í öllum kennslubókum í grunnáföngum í sálfræði í Bandaríkjunum og á Bretlandi og í mörgum öðrum löndum líka. Auk þess hefur hún orðið hluti af almennri þekkingu í gegnum sjónvarpsþætti og bækur út um allan heim.“ Getum við breytt fortíðinni? Árið 2010 fór bróðir Kitty, William Genovese, að grennslast fyrir um morðið á systur sinni. Systir hans hafði nefnilega verið í miklu uppáhaldi hjá honum, verið bæði stóra systir og mamma í hans lífi þegar hún var myrt. Hann komst að því að dauða hennar bar að með talsvert jákvæðari hætti en hann hafði fengið vitneskju um frá fréttamiðlum og lögreglu. Þetta kom honum því þægilega á óvart. Og hans fortíð eða minningar breyttust til batnaðar ef svo má segja. En þessar röngu upplýsingar sem bróðir hennar burðaðist með í gegnum lífið höfðu umtalsverð áhrif á hans líf og þá helst ákvarðanir sem hann tók í lífinu sínu. Þegar hann fékk kvaðningu um að ganga í herinn vegna Víetnamstríðsins, reyndu flestir félagar hans að komast undan því, en ekki William Genovese. Hann var ákveðinn í því að vera ekki bara „áhorfandi“ í lífinu, líkt og fólkið sem varð vitni að morðinu á systur hans. Hann gekk því með ákveðni í herinn, og var síðan sendur til Víetnam, þar sem hann missti báða fætur fyrir neðan mitti… Um leit William Genovese að sannleikanum um morðið á systur sinni má horfa á í ágætri heimildarmynd sem ber nafnið, The Witness. Svo má líka fræðast frekar um þetta í bók Rutgers Bregman, Humankind: A Hopeful History, sem er reyndar uppfull af jákvæðum boðskap og jákvæðri þróun í heimi okkar. Nú og þá að spurningunni, „Getum við breytt fortíðinni?“. Svarið við því er já. Við getum hins vegar ekki vitað hvort það sé jákvætt eða neikvætt sem við komumst að þegar við förum að skoða fortíðina og uppfæra okkar þekkingu um hana. Hvað getum við lært af sögunni af dauða Kitty? Einhverju sinni las ég sem þumalputtareglu, að ef maður rækist á jákvæða frétt þá gæti maður nokkurn veginn trúað að hún sé rétt. Þegar um neikvæðar „fréttir“ er að ræða, þá er betra að hafa allan varann á. Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Morðið á Kitty Genovese 13. mars 1964 Getum við breytt fortíðinni? Áður en við svörum því, þá skulum við skoða eitt alræmdasta og þekktasta morðið í New York-fylki. Morðið á Kitty Genovese 13. mars 1964. Alls voru 37 sjónvitni að morðinu og þau gerðu ekkert til að bjarga henni þegar á hana var ráðist þrisvar sinnum og að lokum var hún stungin til bana. Þetta átti sér stað frá kl. 02.30 til 03.00 að morgni 13. mars 1964. Fyrirsagnir NY Times „Í meira en hálftíma horfðu 38 virðulegir og löghlýðnir borgarar í Queens á morðingja elta og stinga konu í þremur aðskildum árásum í Kew Gardens…“ „Ekki einn einstaklingur hringdi í lögregluna meðan á árásinni stóð; eitt vitni hringdi eftir að konan var látin.“ Þessi umfjöllun NY Times birtist 27. mars 1964, eða tveimur vikum eftir að morðið átti sér stað. Raunveruleikinn Hver var síðan „raunveruleikinn”? Það voru aldrei 37 vitni… hve mörg þau voru veit enginn með vissu. En vitað er að vitnin voru færri en fimm, enda mið nótt. Flest „vitnin“ sáu aldrei neitt, heyrðu aðeins öskur, sem var ekki óalgengt á þessum tíma og í þessu hverfi. Árásirnar voru tvær, ekki þrjár. Aðeins eitt vitni var að seinni árásinni, þar sem árásin var innandyra, í forstofu, þar sem Kitty leitaði skjóls. Ástæða þess að það voru tvær árásir var að Robert Mozer öskraði út um glugga og hræddi árásarmanninn í burtu. Síðan sá hann Kitty ganga eitthvert áleiðis þar sem hún hvarf sjónum. Hann er langt frá því að vera þögult vitni líkt og blaðamaður NY times lýsti. Þegar sjúkrabíllinn kom á vettvang, einmitt vegna þess að nágrannar höfðu kallað á hjálp, lá Genovese, enn á lífi, í faðmi nágrannakonu að nafni Sophia Farrar. En hún hafði haft hugrekki til að yfirgefa íbúð sína og fara á vettvang glæpsins. Jafnvel þótt hún væri þess ekki fullviss að morðinginn væri þar enn á sveimi. Nokkur „vitni“ sögðust hafa hringt í lögregluna en fengu þau skilaboð að það hefði þegar verið tilkynnt um þetta og allt væri komið í ferli. Lögreglan sagðist ekki kannast við þetta, þó sagði hún að það væri þarna alræmdur bar þar sem oft væri hringt frá með misgáfulegar ábendingar. Því hafi þessi símtöl kannski fallið á milli stafs og bryggju. Þarna var 911 ekki komið til sögunnar en þessi atburður varð upphafið að því að 911 var komið á fót. Hvaðan kom þessi frásögn af 38 vitnum? Líklegasta skýringin er hádegisverðarfundur, sem blaðamaður NY Times átti með lögreglustjórn NY tíu dögum eftir morðið. Þar er talið að lögreglustjórinn hafi sagt blaðamanninum frá þessum 38 vitnum og allt fór af stað. Enginn veit hins vegar hvaða lögreglustjórinn fékk þessa tölu. Blaðamaður NY times talaði við sum vitnanna sem sögðu frá því sem nefnt var hér að framan en hann sá enga ástæðu til þess að hafa það með í sinni umfjöllun. Þegar hann var síðar inntur eftir ástæðunni, svaraði hann því til að „það hefði eyðilagt söguna”. Afleiðingarnar Sjaldan eða aldrei hefur glæpur í New York kallað fram jafn mikla hneykslun almennings og þessi. Dagblöð og fréttastöðvar dreifðu sögunni um allt land og út um allan heim, fólk bara gat ekki skilið framkomu vitnanna og skort á samkennd með náunganum í NY. Prestar og stjórnmálamenn kepptust við að gagnrýna atburðinn en sálfræðingar kepptust við að reyna að skilja hann. Og „the rest is history“ eins og sagt er… Síðan hefur nánast verið fjallað um þennan atburð í flestöllum sálfræði- og félagsfræðiáföngum út um allan heim… Fjöldinn allur af vísindamönnum og sálfræðingum hefur gert sér atvinnu og lífsviðurværi af þessu máli, og þaðan kemur „bystander effect“ eða áhorfendaáhrif. Áhorfendaáhrif eru því áhrif þar sem einstaklingur gerir ekkert í tilteknum aðstæðum einfaldlega vegna þess að talið er að einhver annar muni hlaupa í skarðið. Fólk er einnig ólíklegra og eða tekur lengri tíma til þess að hjálpa, því fleiri sem eru viðstaddir. Að falla á sverðið Hérna fellur NY Times á sverðið og viðurkennir mistök sín, það er alltaf virðingarvert! Og hafa ekki bara gert það einu sinni, heldur í þremur aðskildum greinum. Remembering Kitty Genovese - The New York Times (nytimes.com) 1964 | How Many Witnessed the Murder of Kitty Genovese? - The New York Times (nytimes.com) Kitty, 40 Years Later - The New York Times (nytimes.com) Dreifing á sögunni Í könnun, sem var gerð árið 2008, var fjallað um morð í 10 vinsælustu kennslubókum í sálfræði í USA. Á „Wikipedia“ kemur meðal annars fram, „Þessi saga er kennd í öllum kennslubókum í grunnáföngum í sálfræði í Bandaríkjunum og á Bretlandi og í mörgum öðrum löndum líka. Auk þess hefur hún orðið hluti af almennri þekkingu í gegnum sjónvarpsþætti og bækur út um allan heim.“ Getum við breytt fortíðinni? Árið 2010 fór bróðir Kitty, William Genovese, að grennslast fyrir um morðið á systur sinni. Systir hans hafði nefnilega verið í miklu uppáhaldi hjá honum, verið bæði stóra systir og mamma í hans lífi þegar hún var myrt. Hann komst að því að dauða hennar bar að með talsvert jákvæðari hætti en hann hafði fengið vitneskju um frá fréttamiðlum og lögreglu. Þetta kom honum því þægilega á óvart. Og hans fortíð eða minningar breyttust til batnaðar ef svo má segja. En þessar röngu upplýsingar sem bróðir hennar burðaðist með í gegnum lífið höfðu umtalsverð áhrif á hans líf og þá helst ákvarðanir sem hann tók í lífinu sínu. Þegar hann fékk kvaðningu um að ganga í herinn vegna Víetnamstríðsins, reyndu flestir félagar hans að komast undan því, en ekki William Genovese. Hann var ákveðinn í því að vera ekki bara „áhorfandi“ í lífinu, líkt og fólkið sem varð vitni að morðinu á systur hans. Hann gekk því með ákveðni í herinn, og var síðan sendur til Víetnam, þar sem hann missti báða fætur fyrir neðan mitti… Um leit William Genovese að sannleikanum um morðið á systur sinni má horfa á í ágætri heimildarmynd sem ber nafnið, The Witness. Svo má líka fræðast frekar um þetta í bók Rutgers Bregman, Humankind: A Hopeful History, sem er reyndar uppfull af jákvæðum boðskap og jákvæðri þróun í heimi okkar. Nú og þá að spurningunni, „Getum við breytt fortíðinni?“. Svarið við því er já. Við getum hins vegar ekki vitað hvort það sé jákvætt eða neikvætt sem við komumst að þegar við förum að skoða fortíðina og uppfæra okkar þekkingu um hana. Hvað getum við lært af sögunni af dauða Kitty? Einhverju sinni las ég sem þumalputtareglu, að ef maður rækist á jákvæða frétt þá gæti maður nokkurn veginn trúað að hún sé rétt. Þegar um neikvæðar „fréttir“ er að ræða, þá er betra að hafa allan varann á. Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf."
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun