Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2024 12:14 Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Unnar Örn Ólafsson formaður FFR vona að samningar takist áður en boðaðar aðgerðir hefjast á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Einar Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í deilunni fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þegar fréttastofan leit þar við milli klukkan tíu og ellefu hafði enn ekki átt sér stað sameiginlegur fundur stéttarfélaganna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir ágreining um ófagtengd réttindi varðandi vinnutíma, orlof í fæðingarorlfi og greiðlu yfirvinnu sem þurfi að jafna innan Ísavía. Fyrstu aðgerðir hefjast klukkan 16 á fimmtudag með í ótímabundnu yfirvinnubanni allra starfsmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Ef samningar hafa síðan ekki tekist fyrir næst komandi föstudag leggur starfsfólk sem sinnir öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur að morgni föstudagsins til klukkan átta. Allar þessar aðgerðir geta raskað áætlunum flugfélaga. Dugi þetta ekki til leggja starfsmenn í öryggisleit einnig niður vinnu frá kl 4 til 8 fimmtudaginn 16. maí, föstudaginn 17. maí og mánudaginn 20. maí. Þóarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir ekki hægt að sætta sig við að kjör fólks í sömu störfum séu ólík milli stéttarfélaga.Stöð 2/Einar Þórarinn Eyfjörð segir stéttarfélögin hafa rætt deiluefnin við Ísavía um langt skeið í samningaviðræðum á undanförnum árum. „Það standa alltaf út af einhver atriði sem við verðum að fara að ná landi með. Það er að segja þetta eru hlutir sem við verðum núna að ná einhvers konar sammkomulagi um þannig að við getum haldið áfram inn í framtíðina. Og þær aðgerðir sem við höfum boðað eru til að knýja á um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Þórarinn. Unnar Örn segir fólk í sömu störfum hjá Ísavía en í öðrum stéttarfélögum hafi ekki sömu vinnuskyldu eins og staðan væri nú. Þetta þyrfti að samræma. Þórarinn segir vinnuskylduna og greiðslurnar meira að segja ólíkar á millli félagsmanna Sameykis og FFR. Þetta fyrirkomulag gengi ekki upp og þyrfti að leiðrétta. Báðir segja þeir að ef þessum hindrunum væri rutt úr vegi gætu samningar tekist á skömmum tíma. „Launaliðurinn er kannski ekki alveg klár því það eru þarna flækjur í sambandi við töflu og fleira sem á að leysast. En við ætlum að vera vongóð og full af góðri trú um að við getum stigið yfir þær hindranir sem mæta okkur núna,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41 Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30 Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fundað var í deilunni fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þegar fréttastofan leit þar við milli klukkan tíu og ellefu hafði enn ekki átt sér stað sameiginlegur fundur stéttarfélaganna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir ágreining um ófagtengd réttindi varðandi vinnutíma, orlof í fæðingarorlfi og greiðlu yfirvinnu sem þurfi að jafna innan Ísavía. Fyrstu aðgerðir hefjast klukkan 16 á fimmtudag með í ótímabundnu yfirvinnubanni allra starfsmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Ef samningar hafa síðan ekki tekist fyrir næst komandi föstudag leggur starfsfólk sem sinnir öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur að morgni föstudagsins til klukkan átta. Allar þessar aðgerðir geta raskað áætlunum flugfélaga. Dugi þetta ekki til leggja starfsmenn í öryggisleit einnig niður vinnu frá kl 4 til 8 fimmtudaginn 16. maí, föstudaginn 17. maí og mánudaginn 20. maí. Þóarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir ekki hægt að sætta sig við að kjör fólks í sömu störfum séu ólík milli stéttarfélaga.Stöð 2/Einar Þórarinn Eyfjörð segir stéttarfélögin hafa rætt deiluefnin við Ísavía um langt skeið í samningaviðræðum á undanförnum árum. „Það standa alltaf út af einhver atriði sem við verðum að fara að ná landi með. Það er að segja þetta eru hlutir sem við verðum núna að ná einhvers konar sammkomulagi um þannig að við getum haldið áfram inn í framtíðina. Og þær aðgerðir sem við höfum boðað eru til að knýja á um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Þórarinn. Unnar Örn segir fólk í sömu störfum hjá Ísavía en í öðrum stéttarfélögum hafi ekki sömu vinnuskyldu eins og staðan væri nú. Þetta þyrfti að samræma. Þórarinn segir vinnuskylduna og greiðslurnar meira að segja ólíkar á millli félagsmanna Sameykis og FFR. Þetta fyrirkomulag gengi ekki upp og þyrfti að leiðrétta. Báðir segja þeir að ef þessum hindrunum væri rutt úr vegi gætu samningar tekist á skömmum tíma. „Launaliðurinn er kannski ekki alveg klár því það eru þarna flækjur í sambandi við töflu og fleira sem á að leysast. En við ætlum að vera vongóð og full af góðri trú um að við getum stigið yfir þær hindranir sem mæta okkur núna,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41 Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30 Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41
Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30
Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02