Van Dijk vill hjálpa til við að skrifa næsta kafla Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 19:30 Van Dijk elskar Liverpool og vill vera áfram hjá félaginu. Joe Prior/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil Van Dijk vill hjálpa að skrifa næsta kafla í sögu knattspyrnufélagsins Liverpool. Hann er sem stendur fyrirliði liðsins og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira