Bielsa ætlar að velja áhugamann í landsliðshóp Úrúgvæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Hinn 68 ára gamli Bielsa er engum líkur. ANP/Getty Images Knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann er í dag landsliðsþjálfari Úrúgvæ og heldur áfram að gera hlutina eftir eigin höfði. Stefnir Bielsa á að velja áhugamann í næsta landsliðshóp Úrúgvæ. Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira