Fiskadauði í einni af mestu sjóbirtingsveiðiám landsins Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 10:59 Dauðir fiskar við þurran Grenlæk. Haf og vatn Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti sem er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins. Við skoðun Hafs og vatns á svæðinu fannst mikið af dauðum sjóbirtingum en efstu hlutar árinnar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir tegundina. Flestir fiskanna voru yfir fimmtíu sentimetra langir og telur Haf og vatn þá að líkindum fiska sem hrygndu í haust. Þá hefur meira vatnalíf orðið illa úti vegna þurrðarinnar, til að mynda hafa þörungar og smádýr drepist á svæðinu. „Sérstaklega hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði og hrogn sem nú eru í mölinni á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar. Farvegur lækjarins var að mestu skraufaþurr og sást lítið sem ekkert vatn utan einstaka þornandi smápolla. Engan lifandi fisk var að sjá á svæðinu,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta. „Vatnsþurrð hefur endurtekið orðið í Grenlæk síðast árin 2016 og 2021. Munur frá fyrri atburðum er að nú sást mun meira af dauðum fiski en áður. Svo virðist sem sjóbirtingurinn hafi ekki náð að ganga niður af svæðinu eftir hrygningu sl. haust líkt og áður,“ segir í tilkynningunni. Finna þurfi leiðir til frambúðar til að tryggja háa grunnvatnsstöðu í hraunum á svæðinu svo vatnsrennsli til lindarvatna verði nægt til að viðhalda vatnsrennslinu og því ríkulega lífríki og fiskgengd sem þar er að finna. Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Stangveiði Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Flestir fiskanna voru yfir fimmtíu sentimetra langir og telur Haf og vatn þá að líkindum fiska sem hrygndu í haust. Þá hefur meira vatnalíf orðið illa úti vegna þurrðarinnar, til að mynda hafa þörungar og smádýr drepist á svæðinu. „Sérstaklega hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði og hrogn sem nú eru í mölinni á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar. Farvegur lækjarins var að mestu skraufaþurr og sást lítið sem ekkert vatn utan einstaka þornandi smápolla. Engan lifandi fisk var að sjá á svæðinu,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta. „Vatnsþurrð hefur endurtekið orðið í Grenlæk síðast árin 2016 og 2021. Munur frá fyrri atburðum er að nú sást mun meira af dauðum fiski en áður. Svo virðist sem sjóbirtingurinn hafi ekki náð að ganga niður af svæðinu eftir hrygningu sl. haust líkt og áður,“ segir í tilkynningunni. Finna þurfi leiðir til frambúðar til að tryggja háa grunnvatnsstöðu í hraunum á svæðinu svo vatnsrennsli til lindarvatna verði nægt til að viðhalda vatnsrennslinu og því ríkulega lífríki og fiskgengd sem þar er að finna.
Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Stangveiði Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira