Engri kirkju hollt að vera of nálægt ríkinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 19:30 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup þegar hún kom á Biskupsstofu að afloknu kjöri í dag. Vísir/Vilhelm Nýkjörin biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Búið væri að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt væri enda engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22
Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12