Telja að Man United hafi saknað leiðtogahæfileika Martínez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 20:30 Martínez hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni. Jan Kruger/Getty Images Starfslið Manchester United telur að liðið hafi saknað leiðtogahæfileika Lisandro Martínez á leiktíðinni. Argentíski miðvörðurinn hefur verið mikið meiddur og aðeins tekið þátt í 11 leikjum á leiktíðinni. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira