Telja að Man United hafi saknað leiðtogahæfileika Martínez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 20:30 Martínez hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni. Jan Kruger/Getty Images Starfslið Manchester United telur að liðið hafi saknað leiðtogahæfileika Lisandro Martínez á leiktíðinni. Argentíski miðvörðurinn hefur verið mikið meiddur og aðeins tekið þátt í 11 leikjum á leiktíðinni. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira