Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 15:57 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira