Sumargjafir Gunnar Ingi Björnsson skrifar 8. maí 2024 18:30 Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01 Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur
Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun