Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu sem birtist í gær. Greint var frá því á Vísi að Halla Hrund mælist enn með mest fylgi forsetaframbjóðendanna tólf en Katrín Jakobsdóttir fylgir fast á hæla hennar. Ómarktækur munur er á fylgi kvennanna tveggja.
Halla Hrund mælist í könnuninni með 29,7 prósenta stuðning og Katrín með 26,7 prósent. Könnunin fór fram dagana 30. apríl til 8. maí og voru svarendur 1.236 talsins.
Fram kemur í tilkynningu með könnuninni á vef Maskínu að á sama tíma og fylgi Höllu Hrundar lækkaði í kjölfar kappræðanna hafi þeim fjölgað sem vildu hana síst sem forseta. Það hafi farið úr 9 prósentum svarenda í 18, fyrir og eftir kappræður, en þó eru hlutfall þeirra sem ekki vilja Höllu Hrund sem forseta lægst allra.