Bíllinn í happdrætti Ástþórs úr hans eigin smiðju Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 14:29 Þessi mynd er „fótósjoppuð“ en ef allt gengur upp mun Ástþór geta stillt sér upp með eigin Hupmobile strax í haust. Aðsend Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið. Happdrætti forsetaframbjóðands Ástþórs hefur vakið mikla athygli frá því að hann tilkynnti að þeir sem mæltu með honum færu í pott og gætu unnið rafbíl af gerðinni Hupmobile K3. Síðar hóf hann að selja miða í happdrættið, áttatíu þúsund stykki. Framleiddur í Kína en undir merkjum Ástþórs Ástþór nýtti tækifærið þegar Vísir falaðist eftir upplýsingum um bíla forsetaframbjóðenda og sendi mynd af sér ásamt Hupmobile K3 rafbíl. Flestir lesendur tóku eftir því að myndin virtist vera unnin í myndvinnsluforriti, „fótósjoppuð“. Ástþór með bílnum. Líklega. Með laufléttri leit á veraldarvefnum má finna aðra mynd af bílnum hér að ofan. Þar er hann reyndar merktur kínverska rafbílaframleiðandanum Yudo. Bíllinn er af gerðinni Yudo. Myndin er frá gríska rafbílafyrirtækinu Eco Car. Í samtali við Vísi segir Ástþór engin brögð vera í tafli. Hann eigi vörumerkið Hupmobile, sem sé ævagamalt merki sem hafi þó ekki verið notað í lengri tíma. Bíllinn sem hægt er að vinna í happdrættinu verði framleiddur í Kína undir merkjum Hupmobile. Hluti af metnaðarfullu verkefni Ástþór segir framleiðslu Hupmobile hluta af metnaðarfullu verkefni, bæði hér á landi og ekki síður á meginlandi Evrópu. Hann muni bjóða Hupmobile-bifreiðar í áskrift sem og til sölu. Einnig verði hægt að hafa bíl í áskrift á sama tíma og hann er skráður í deilibílaþjónustu á vegum Ástþórs. Þannig gætu notendur til dæmis boðið bíla sína til leigu á meðan þeir eru í vinnunni og fengið hlutdeild í tekjum af því. Þá sé Ástþór einnig í samstarfi við pólskan framleiðanda bílaskýla með sólarsellum á. Hægt verði að kaupa allan pakkann á sama stað, rafbíl og bílaskýli sem hleður bílinn. Á tvo gamla Hupmobile Sem áður segir er Hupmobile ekki nýtt merki. Bílar voru framleiddir undir merkinu á árunum 1909 til 1939. Ástþór segist eiga fyrsta bílinn sem var framleiddur og annan til sem var framleiddur árið 1929. Hupmobile árgerð 1909. Aðsend Ástþór segist ætla að nota þessa tvo bíla í kynningarherferð fyrir nýju kynslóð Hupmobile. „Hupmobile var fyrsti bíllinn sem fór hringinn í kringum jörðina á sínum tíma. Við ætlum að fara svona ferð með nýja Hupmobile bílinn og gömlu bílana saman, þannig að fólk geti séð andstæðurnar. Við erum að stíla svolítið inn á svona „social media influencers“, að þeir geti keyrt báða bílana og skrifaðu um hver munurinn er.“ Hupmobile árgerð 1929. Bílar Ástþórs eru báðir í geymslu á meginlandi Evrópu.Aðsend Ástþór segir að búast megi við fyrstu Hupmobile-bílum hans á göturnar strax í haust. Bílar Forsetakosningar 2024 Kína Vistvænir bílar Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Happdrætti forsetaframbjóðands Ástþórs hefur vakið mikla athygli frá því að hann tilkynnti að þeir sem mæltu með honum færu í pott og gætu unnið rafbíl af gerðinni Hupmobile K3. Síðar hóf hann að selja miða í happdrættið, áttatíu þúsund stykki. Framleiddur í Kína en undir merkjum Ástþórs Ástþór nýtti tækifærið þegar Vísir falaðist eftir upplýsingum um bíla forsetaframbjóðenda og sendi mynd af sér ásamt Hupmobile K3 rafbíl. Flestir lesendur tóku eftir því að myndin virtist vera unnin í myndvinnsluforriti, „fótósjoppuð“. Ástþór með bílnum. Líklega. Með laufléttri leit á veraldarvefnum má finna aðra mynd af bílnum hér að ofan. Þar er hann reyndar merktur kínverska rafbílaframleiðandanum Yudo. Bíllinn er af gerðinni Yudo. Myndin er frá gríska rafbílafyrirtækinu Eco Car. Í samtali við Vísi segir Ástþór engin brögð vera í tafli. Hann eigi vörumerkið Hupmobile, sem sé ævagamalt merki sem hafi þó ekki verið notað í lengri tíma. Bíllinn sem hægt er að vinna í happdrættinu verði framleiddur í Kína undir merkjum Hupmobile. Hluti af metnaðarfullu verkefni Ástþór segir framleiðslu Hupmobile hluta af metnaðarfullu verkefni, bæði hér á landi og ekki síður á meginlandi Evrópu. Hann muni bjóða Hupmobile-bifreiðar í áskrift sem og til sölu. Einnig verði hægt að hafa bíl í áskrift á sama tíma og hann er skráður í deilibílaþjónustu á vegum Ástþórs. Þannig gætu notendur til dæmis boðið bíla sína til leigu á meðan þeir eru í vinnunni og fengið hlutdeild í tekjum af því. Þá sé Ástþór einnig í samstarfi við pólskan framleiðanda bílaskýla með sólarsellum á. Hægt verði að kaupa allan pakkann á sama stað, rafbíl og bílaskýli sem hleður bílinn. Á tvo gamla Hupmobile Sem áður segir er Hupmobile ekki nýtt merki. Bílar voru framleiddir undir merkinu á árunum 1909 til 1939. Ástþór segist eiga fyrsta bílinn sem var framleiddur og annan til sem var framleiddur árið 1929. Hupmobile árgerð 1909. Aðsend Ástþór segist ætla að nota þessa tvo bíla í kynningarherferð fyrir nýju kynslóð Hupmobile. „Hupmobile var fyrsti bíllinn sem fór hringinn í kringum jörðina á sínum tíma. Við ætlum að fara svona ferð með nýja Hupmobile bílinn og gömlu bílana saman, þannig að fólk geti séð andstæðurnar. Við erum að stíla svolítið inn á svona „social media influencers“, að þeir geti keyrt báða bílana og skrifaðu um hver munurinn er.“ Hupmobile árgerð 1929. Bílar Ástþórs eru báðir í geymslu á meginlandi Evrópu.Aðsend Ástþór segir að búast megi við fyrstu Hupmobile-bílum hans á göturnar strax í haust.
Bílar Forsetakosningar 2024 Kína Vistvænir bílar Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00
Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01