Leverkusen hefur þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn og er taplaust í 49 leikjum á tímabilinu.
Leverkusen getur unnið þrennuna en liðið er komið í úrslit þýsku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar.
Með jafnteflinu gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær bætti Leverkusen Evrópumet Benfica yfir flesta leiki í röð án taps.
Leverkusen hefur nú boðið stuðningsmönnum liðsins frítt húðflúr til að minnast þessa einstaka árangurs. Tilboðið gildir til loka tímabilsins.
Ef Leverkusen tapar ekki fyrir Bochum í þýsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn nær liðið að spila fimmtíu leiki í röð án þess að tapa.