Karólína með stjörnum á toppi listans Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 14:43 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur notið sín í botn í búningi Leverkusen. Getty/Christof Koepsel Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið algjör lykilmaður hjá Leverkusen í vetur, sem lánsmaður frá Bayern München, og hún átti enn eina stoðsendinguna í 3-1 sigri á Duisburg í dag. Karólína hefur þar með átt sjö stoðsendingar á leiktíðinni en aðeins stórstjörnurnar Klara Bühl hjá Bayern og Alexandra Popp hjá Wolfsburg hafa átt fleiri í þýsku deildinni. „Alvöru félagsskapur“ eins og pabbi Karólínu, þjálfarinn Vilhjálmur Haraldsson, bendir á. Alvöru félagsskapur💪 pic.twitter.com/CXzFnmkxAw— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) May 11, 2024 Þar að auki hefur Karólína svo skorað fimm mörk. Karólína lagði upp annað mark Leverkusen í dag, á 34. mínútu, og var staðan 2-0 þegar hún fór af velli á 62. mínútu. Duisburg náði að minnka muninn en hin norska Synne Skinnes Hansen, sem kom inn á fyrir Karólínu, skoraði þriðja mark Leverkusen áður en yfir lauk. Leverkusen er nú með 31 stig í 6. sæti þegar liðið á aðeins einn leik eftir, og gæti mögulega tekið 5. sætið af Hoffenheim. Ingibjörg Sigurðardóttir var á varamannabekk Dusiburg í dag og kom ekkert við sögu, en liðið er fallið niður um deild, aðeins með fjögur stig eftir 21 leik og hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu. Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Karólína hefur þar með átt sjö stoðsendingar á leiktíðinni en aðeins stórstjörnurnar Klara Bühl hjá Bayern og Alexandra Popp hjá Wolfsburg hafa átt fleiri í þýsku deildinni. „Alvöru félagsskapur“ eins og pabbi Karólínu, þjálfarinn Vilhjálmur Haraldsson, bendir á. Alvöru félagsskapur💪 pic.twitter.com/CXzFnmkxAw— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) May 11, 2024 Þar að auki hefur Karólína svo skorað fimm mörk. Karólína lagði upp annað mark Leverkusen í dag, á 34. mínútu, og var staðan 2-0 þegar hún fór af velli á 62. mínútu. Duisburg náði að minnka muninn en hin norska Synne Skinnes Hansen, sem kom inn á fyrir Karólínu, skoraði þriðja mark Leverkusen áður en yfir lauk. Leverkusen er nú með 31 stig í 6. sæti þegar liðið á aðeins einn leik eftir, og gæti mögulega tekið 5. sætið af Hoffenheim. Ingibjörg Sigurðardóttir var á varamannabekk Dusiburg í dag og kom ekkert við sögu, en liðið er fallið niður um deild, aðeins með fjögur stig eftir 21 leik og hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu.
Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira