Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:50 Svínsnýrun undirbúin fyrir ígræðslu í Richard Slayman í mars. AP/Massachusetts General Hospital Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira