Samfélagið í áfalli vegna málsins Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 12. maí 2024 19:09 Frá Reykholti. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02