Þarf að rífa eina niður til að hífa mig upp? Þórunn Rakel Gylfadóttir skrifar 13. maí 2024 07:02 Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun