Aftur barist í norðurhluta Gasa á meðan þúsundir flýja Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 07:18 Þúsundir Palestínumanna sem flúið hafa heimili sín á Gasa hafast nú við í tjaldbúðum í Deir al Balah. AP/Abdel Kareem Hana Til bardaga kom milli Ísraelshers og sveita Hamas í norðurhluta Gasa yfir helgina, á meðan þúsundir flúðu Rafah af ótta við yfirvofandi áhlaup Ísraelsmanna. Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira