Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Tinna Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 10:31 Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Myndlist Félagasamtök Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun