Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2024 10:51 Brynjar auglýsir eftir þeim sem hann telur sérfræðinga í spillingarmálum sem eru þeir Illugi Jökulsson, Hallgrímur Helgason og Atli Þór Fanndal. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. Brynjar skrifar viðhorfspistil á Vísi þar sem hann hefur leik á að tala um fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmisdóttur fréttamanns RÚV sem hann segir vel unna en yfirstjórn RÚV hafi neitað að birta umfjöllunina. „Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik.“ Brynjar segir einkum tvær spurningar brenna á almenningi: „Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik.“ Dagur og Dóra Björt úti í móa Brynjar segir Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra hafa litlu getað svarað og almenningur litlu nær „um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning.“ Brynjar segir Dag hafa þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þó bensínið sé búið. Og ekki batnaði Birni þegar Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna. Framganga RÚV sé svo til þess fallin að vekja bæði furðu og tortryggni. „Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma.“ Hvar eru spillingarsérfræðingar okkar? Brynjar lýsir í lok pistils síns sérstaklega eftir því sem hann kallar „okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi.“ Brynjar segir að ef annar meirihluti væri við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessi menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. „Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 María Sigrún birtir tölvupósta Dags „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. 8. maí 2024 19:37 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Brynjar skrifar viðhorfspistil á Vísi þar sem hann hefur leik á að tala um fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmisdóttur fréttamanns RÚV sem hann segir vel unna en yfirstjórn RÚV hafi neitað að birta umfjöllunina. „Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik.“ Brynjar segir einkum tvær spurningar brenna á almenningi: „Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik.“ Dagur og Dóra Björt úti í móa Brynjar segir Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra hafa litlu getað svarað og almenningur litlu nær „um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning.“ Brynjar segir Dag hafa þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þó bensínið sé búið. Og ekki batnaði Birni þegar Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna. Framganga RÚV sé svo til þess fallin að vekja bæði furðu og tortryggni. „Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma.“ Hvar eru spillingarsérfræðingar okkar? Brynjar lýsir í lok pistils síns sérstaklega eftir því sem hann kallar „okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi.“ Brynjar segir að ef annar meirihluti væri við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessi menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. „Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 María Sigrún birtir tölvupósta Dags „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. 8. maí 2024 19:37 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30
María Sigrún birtir tölvupósta Dags „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. 8. maí 2024 19:37
„Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29