Mótmæla þróun gervigreindar á Austurvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 12:02 Aþena Ýr Ingimundardóttir skipuleggur mótmælin sem fara fram á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Skipuleggjandi mótmæla gegn gervigreind vill að þróun gervigreindar verði sett á ís á meðan unnið er að því að skilja málaflokkinn betur. Helstu sérfræðingar í gervigreind hafi ekki hafa lausnir á þeim vandamálum sem myndast við þróun hennar. Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena. Gervigreind Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena.
Gervigreind Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira