Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 12:46 Vilhjálmur Birgisson mætir í heimsókn í forsætisráðuneytið þegar Katrín var forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins. Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið. Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið.
Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira