Fann fíkniefnin strax Boði Logason skrifar 14. maí 2024 07:00 Fíkniefnahundurinn fann fíkniefnin strax. Hundarnir okkar koma út á Vísi alla þriðjudaga. Hundarnir okkar Í fimmta þætti af þáttunum Hundarnir okkar, sem sýndir eru á Vísi alla þriðjudaga, er skyggnst inn í starf lögreglunnar þar sem fíkiniefnaleitarhundar eru notaðir, þjálfun þeirra og hæfniskröfur ræddar og sýnt hvernig þeir vinna. Steinar Gunnarsson er yfirhundaþjálfari lögreglunnar og hefur þjálfað hunda í yfir 20 ár. Í þættinum segir Steinar að það séu of fáir fíkniefnaleitahundar á Íslandi og þeim hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. Steinar og kollegar hans þjálfa alla hunda sem vinna fyrir lögregluna, tollgæsluna og fangelsin. Klippa: Hundarnir okkar - Fíkniefnaleit og fallegur göngutúr Miklar kröfur eru gerðar til hundanna og tekur það að lágmarki sex mánuði að þjálfa hund og mann. „Valið er gríðarlega erfitt og flestir þessir hundar sem við erum með í dag koma erlendis frá og koma hingað sem hvolpar. Þá tekur við mikil og ströng þjálfun eða þar til þeir eru búnir að læra á öll fíkniefni og kunna að merkja. Það eru miklar kröfur gerðar, þetta nám er erfitt,“ segir hann. Þefuðu uppi Covid-19 Hundarnir þurfi að hafa marga kosti og fáa galla. Það eru aðallega tegundirnar labrador og springer spaniel sem vinna hjá lögreglunni, ef svo má að orði komast, en einnig þýskir fjárhundar, blendingjar og veiðihundar í herbúðum lögreglunnar. Í heimsfaraldrinum árið 2020 þá tók Steinar þátt í þjálfun hunda við að greina Covid-19 í einstaklingum og segir hann að það hafi tekið hund tvær sekúndur að greina covid í sýnum og áreiðanleikinn hafi verið 98 til 100 prósent. Verkefnið var blásið af hér á landi. Í þættinum setti lögreglukona fíkniefni inn á sokk Heiðrúnar Villu Ingudóttur, þáttastjórnanda, og svo var hann látinn þefa af fjórum einstaklingum. Það tók hundinn örfáar sekúndur að finna fíkniefnin. Í þættinum er einnig farið yfir eina leið hælgönguþjálfunar og rædd tæki og tól til að fá hvutta til að ganga fallega. Þá útskýrir dýralæknir hvenær sé best að kveðja veikan eða gamlan hund. Alla þætti af Hundunum okkar má sjá á sjónvarpsvef Vísis. Hundarnir okkar Gæludýr Lögreglan Fíkniefnabrot Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fleiri fréttir Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Sjá meira
Steinar Gunnarsson er yfirhundaþjálfari lögreglunnar og hefur þjálfað hunda í yfir 20 ár. Í þættinum segir Steinar að það séu of fáir fíkniefnaleitahundar á Íslandi og þeim hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. Steinar og kollegar hans þjálfa alla hunda sem vinna fyrir lögregluna, tollgæsluna og fangelsin. Klippa: Hundarnir okkar - Fíkniefnaleit og fallegur göngutúr Miklar kröfur eru gerðar til hundanna og tekur það að lágmarki sex mánuði að þjálfa hund og mann. „Valið er gríðarlega erfitt og flestir þessir hundar sem við erum með í dag koma erlendis frá og koma hingað sem hvolpar. Þá tekur við mikil og ströng þjálfun eða þar til þeir eru búnir að læra á öll fíkniefni og kunna að merkja. Það eru miklar kröfur gerðar, þetta nám er erfitt,“ segir hann. Þefuðu uppi Covid-19 Hundarnir þurfi að hafa marga kosti og fáa galla. Það eru aðallega tegundirnar labrador og springer spaniel sem vinna hjá lögreglunni, ef svo má að orði komast, en einnig þýskir fjárhundar, blendingjar og veiðihundar í herbúðum lögreglunnar. Í heimsfaraldrinum árið 2020 þá tók Steinar þátt í þjálfun hunda við að greina Covid-19 í einstaklingum og segir hann að það hafi tekið hund tvær sekúndur að greina covid í sýnum og áreiðanleikinn hafi verið 98 til 100 prósent. Verkefnið var blásið af hér á landi. Í þættinum setti lögreglukona fíkniefni inn á sokk Heiðrúnar Villu Ingudóttur, þáttastjórnanda, og svo var hann látinn þefa af fjórum einstaklingum. Það tók hundinn örfáar sekúndur að finna fíkniefnin. Í þættinum er einnig farið yfir eina leið hælgönguþjálfunar og rædd tæki og tól til að fá hvutta til að ganga fallega. Þá útskýrir dýralæknir hvenær sé best að kveðja veikan eða gamlan hund. Alla þætti af Hundunum okkar má sjá á sjónvarpsvef Vísis.
Hundarnir okkar Gæludýr Lögreglan Fíkniefnabrot Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fleiri fréttir Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Sjá meira