Lyf og dáleiðsla Hannes Björnsson skrifar 13. maí 2024 14:00 Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun