Þurfi að gera úrbætur en ástandið verið ýkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 16:00 Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir hjá MAST segir að stofnunin fylgist með bæ í Borgarfirði og að bændur þar fari að kröfum stofnunarinnar um velferð dýra. Þeim hafi verið gert að fækka fé en ekki fyrr en í haust. Vísir/Sara Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira