„Leikurinn hljóp frá okkur. Við spiluðum virkilega góðum fótbolta, vorum virkilega góðir og vorum sífellt til vandræða,“ sagði Klopp eftir leik.
Tvö mörk voru dæmd af Liverpool í leiknum og eitt af Aston Villa. Þá var heimaliðið með 3.31 í xG (vænt mörk) en gestirnir aðeins 1.72 í xG.
„Áður en við breyttum til gáfum þeim of mörg færi. Það var mikil spenna í strákunum og Villa skapaði sér of mikið. Þeir voru of oft í okkar teig og við gerðum breytingar. Síðan gerðum við mistökum. Það kemur fyrir en á því augnabliki þá opnuðum við hurðina.“
„Þeir jöfnuðu en ég skil ekki enn hvernig. Karakterinn sem strákarnir sýndu í dag var frábær verandi í okkar stöðu. Við virkilega vildum vinna leikinn. Augnablikið sem við gáfum þeim annað markið, í stöðunni 3-2, gerði leikinn virkilega snúinn. Þannig er það, það er saga leiksins,“ sagði Klopp að endingu.