Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:54 Reglugerðin mun fækka þeim tilvikum þar sem heimilislæknar þurfa að skrifa tilvísanir fyrir börn. Getty Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira