Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 13:28 Helga Vala segir málinu hvergi nærri lokið þrátt fyrir yfirlýsingu Ragnars. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar. Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira