„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 12:42 Mótmælendur við georgíska þinghúsið í Tíblisi í dag. Þeir óttast að nýju lögin verði notuð til þess að kæfa pólitískt andóf gegn stjórnvöldum í landinu. AP/Shakh Aivazov Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Nýju lögin þvinga félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem fá fimmtung tekna sinna erlendis frá til þess að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta eftirliti dómsmálaráðuneytisins. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt frumvarpinu undanfarnar vikur. Ríkisstjórn landsins hafði áður verið gerð afturreka með sambærilegt frumvarp vegna fjöldamótmæla. Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn kom frumvarpinu í gegnum þing í dag. Mikil spenna var í þingsal og kom til ryskinga á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Irakli Kobakhidze, forsætisráðherra, sagði í dag að ef ríkisstjórnin kæmi málinu ekki í gegn tapaði Georgía fullveldi sínu. Landið gæti auðveldlega deilt örlögum Úkraínu. Hann skýrði þau ummæli sín ekki frekar. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á lögin. Það dugar þó skammt því stjórnarflokkurinn getur trompað neitunarvald hennar með annarri atkvæðagreiðslu á þingi. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar nýju laganna telja að þau dragi úr möguleikum landsins að fá aðild að sambandinu. Georgía Rússland Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nýju lögin þvinga félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem fá fimmtung tekna sinna erlendis frá til þess að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta eftirliti dómsmálaráðuneytisins. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt frumvarpinu undanfarnar vikur. Ríkisstjórn landsins hafði áður verið gerð afturreka með sambærilegt frumvarp vegna fjöldamótmæla. Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn kom frumvarpinu í gegnum þing í dag. Mikil spenna var í þingsal og kom til ryskinga á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Irakli Kobakhidze, forsætisráðherra, sagði í dag að ef ríkisstjórnin kæmi málinu ekki í gegn tapaði Georgía fullveldi sínu. Landið gæti auðveldlega deilt örlögum Úkraínu. Hann skýrði þau ummæli sín ekki frekar. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á lögin. Það dugar þó skammt því stjórnarflokkurinn getur trompað neitunarvald hennar með annarri atkvæðagreiðslu á þingi. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar nýju laganna telja að þau dragi úr möguleikum landsins að fá aðild að sambandinu.
Georgía Rússland Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09