Telja að Bruno verði áfram á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2024 07:00 Bruno Fernandes fer ekki fet nema eitthvað óvænt gerist. Shaun Botterill/Getty Images Þrátt fyrir orðróma þess efnis að Bruno Fernandes væri að hugsa sér til hreyfings þá hafi hann ákveðið að vera áfram í herbúðum Manchester United eftir að funda nýverið með félaginu. David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira