„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 23:00 Björn Kristjánsson, kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun skóla- og frístundarráðs bera vott um virðingarleysi. Vísir/Samsett Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30