Sagði sína menn hafa þurft að þjást og hrósaði varamarkverðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 22:31 Pep Guardiola hrósaði Stefan Ortega í hástert. Justin Setterfield/Getty Images „Það eru miklar tilfinningar til staðar í svona leikjum og því getur maður oft ekki spilað sinn besta leik,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir 2-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Sá sigur skilar liðinu á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu. Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira