Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Grétar Már Axelsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn. Svik borgarinnar við íbúa Laugardals og starfsmenn skóla hverfisins voru opinberuð á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) mánudaginn 13. maí þegar ráðið ákvað að falla frá fyrri ákvörðun og snúa sér að sviðsmynd sem hverfið hafnaði þegar rúmlega 1.000 manns undirrituðu áskorunina „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“. Fyrirvaralaus u-beygja borgarinnar er ísköld gusa og kemur þvert ofan á niðurstöðu alls samráðs sem átt hefur sér stað. Það er von að fólk spyrji sig: má þetta bara? Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur. Skýrslan sem lögð er til grundvallar svikamyllu borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en svör og sýnir að ekkert hefur verið gert til að undirbúa og hefja framkvæmdir við stækkun og viðhald skólanna. Borgaryfirvöld ætluðu augljóslega aldrei að standa við þessa pólitísku ákvörðun og opinbera svikin með þessari skýrslu. Málið er rekið aftur um tvö ár og endurnýjað samtal boðað eins og að það sé eðlileg málsmeðferð eða framkoma við kjósendur, íbúa og starfsmenn í hverfinu. Rök um breyttar forsendur vegna viðhaldsþarfar og þjóðarhallar halda engu vatni. Í skýrslunni er ekki horft á stóru myndina og eftir stendur æpandi skortur á heildstæðri áætlun um framkvæmdir, forgangsröðun, tímalínu og upplýsingar um það hvar skóli barnanna okkar fær aðsetur þegar loksins verður ráðist í bráðnauðsynlegar endurbætur. Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg. Höfundur er gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn. Svik borgarinnar við íbúa Laugardals og starfsmenn skóla hverfisins voru opinberuð á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) mánudaginn 13. maí þegar ráðið ákvað að falla frá fyrri ákvörðun og snúa sér að sviðsmynd sem hverfið hafnaði þegar rúmlega 1.000 manns undirrituðu áskorunina „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“. Fyrirvaralaus u-beygja borgarinnar er ísköld gusa og kemur þvert ofan á niðurstöðu alls samráðs sem átt hefur sér stað. Það er von að fólk spyrji sig: má þetta bara? Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur. Skýrslan sem lögð er til grundvallar svikamyllu borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en svör og sýnir að ekkert hefur verið gert til að undirbúa og hefja framkvæmdir við stækkun og viðhald skólanna. Borgaryfirvöld ætluðu augljóslega aldrei að standa við þessa pólitísku ákvörðun og opinbera svikin með þessari skýrslu. Málið er rekið aftur um tvö ár og endurnýjað samtal boðað eins og að það sé eðlileg málsmeðferð eða framkoma við kjósendur, íbúa og starfsmenn í hverfinu. Rök um breyttar forsendur vegna viðhaldsþarfar og þjóðarhallar halda engu vatni. Í skýrslunni er ekki horft á stóru myndina og eftir stendur æpandi skortur á heildstæðri áætlun um framkvæmdir, forgangsröðun, tímalínu og upplýsingar um það hvar skóli barnanna okkar fær aðsetur þegar loksins verður ráðist í bráðnauðsynlegar endurbætur. Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg. Höfundur er gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar