Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2024 07:53 Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu um að vatnspósturinn yrði endurgerður. Það hefur fengist samþykkt og er boltinn nú hjá Borgarsögusafni. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira