Mannréttindastofnun verður að veruleika Jódís Skúladóttir skrifar 15. maí 2024 13:31 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun sem uppfylli að fullu viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fullgiltur var fyrir Íslands hönd árið 2016, er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem kveður beinlínis á um að til staðar þurfi að vera slík stofnun sem hafi eftirlit með samningnum. Honum er ætlað er að verja og efla réttindi og virðingu fatlaðs fólks og aðildarríki viðurkenna að fatlað fólk hefur ekki hlotið tækifæri og réttindi til jafns við aðra og skuldbinda sig til að vinna að þeim. Með stofnun mannréttindastofnunar á Íslandi leggjum við ýmis mannréttindi til grundvallar svo sem bann við mismunun, rétt til lífs, bann við þrældómi og nauðungarvinnu, rétts til frelsis og mannhelgi, rétts til réttlátrar málsmeðferðar, friðhelgi einkalífs og eignaréttar, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétt til menntunar, ferðafrelsi, rétts til heilsuverndar og til félagslegrar aðstoðar. Þessi réttindi verndum við í stjórnarskrá lýðveldisins. Mannréttindi snerta allt okkar daglega líf og um þau verðum við því að standa vörð í hvívetna. Blikur hafa verið á lofti, bæði austan hafs og vestan hvað varðar mannréttindi. Við sjáum grundvallar réttindi kvenna um yfirráð yfir eigin líkama fótum troðin í Bandaríkjunum og mikið bakslag hefur verið víða um heim í mannréttindabaráttu hinseginfólks. Hlutverk Mannréttindastofnunnar er til dæmis eftirlit með framkvæmd laga og ekki síst að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Með frumvarpinu er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að Ísland er, var og verður samfélag sem ekki gefur afslátt af sjálfsögðum mannréttindum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvörðun tekin um að koma á fót Mannréttindastofnun og unnið að því að klára málið á yfirstandandi vorþingi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun sem uppfylli að fullu viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fullgiltur var fyrir Íslands hönd árið 2016, er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem kveður beinlínis á um að til staðar þurfi að vera slík stofnun sem hafi eftirlit með samningnum. Honum er ætlað er að verja og efla réttindi og virðingu fatlaðs fólks og aðildarríki viðurkenna að fatlað fólk hefur ekki hlotið tækifæri og réttindi til jafns við aðra og skuldbinda sig til að vinna að þeim. Með stofnun mannréttindastofnunar á Íslandi leggjum við ýmis mannréttindi til grundvallar svo sem bann við mismunun, rétt til lífs, bann við þrældómi og nauðungarvinnu, rétts til frelsis og mannhelgi, rétts til réttlátrar málsmeðferðar, friðhelgi einkalífs og eignaréttar, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétt til menntunar, ferðafrelsi, rétts til heilsuverndar og til félagslegrar aðstoðar. Þessi réttindi verndum við í stjórnarskrá lýðveldisins. Mannréttindi snerta allt okkar daglega líf og um þau verðum við því að standa vörð í hvívetna. Blikur hafa verið á lofti, bæði austan hafs og vestan hvað varðar mannréttindi. Við sjáum grundvallar réttindi kvenna um yfirráð yfir eigin líkama fótum troðin í Bandaríkjunum og mikið bakslag hefur verið víða um heim í mannréttindabaráttu hinseginfólks. Hlutverk Mannréttindastofnunnar er til dæmis eftirlit með framkvæmd laga og ekki síst að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Með frumvarpinu er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að Ísland er, var og verður samfélag sem ekki gefur afslátt af sjálfsögðum mannréttindum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvörðun tekin um að koma á fót Mannréttindastofnun og unnið að því að klára málið á yfirstandandi vorþingi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun