Skilur uppnám skólasamfélagsins í Laugardal en horfa þurfi á staðreyndir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 13:00 Alexandra segir uppbyggingu nýs unglingaskóla í Laugardal besta kostinn í stöðunni. Vísir Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar segist vel skilja uppnám foreldra og skólasamfélags vegna stefnubreytingar í grunnskólamálum í Laugardal. Forsendur hafi þó breyst og bygging nýs unglingaskóla sé besti kosturinn í stöðunni. Skóla- og frístundaráð tilkynnti um það í gær að óskað væri eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Áður hafði staðið til að byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru í dalnum til að bregðast við fjölgun nemenda. Ekki endanleg ákvörðun Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um [málið] en miðað við gögnin sem við erum að sjá núna þá hljótum við að skoða það mjög alvarlega að skipta um skoðun, miðað við ákvörðunina sem var tekin fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Þegar fyrri kosturinn, að byggja við hvern skóla, hafi verið skoðaður hafi hratt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Þessi tillaga virkar lang álitlegust. Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ segir Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Taka þurfi mark á staðreyndum Nokkur umræða skapaðist um málið á íbúasíðu Langholtshverfis á Facebook. Þá sagði Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjaskóla, í viðtali á Vísi í gær að ákvörðun ráðsins væri köld vatnsgusa í andlit skólasamfélagsins. Benti hann meðal annars á að foreldrar hefðu mótmælt þessari tillögu sérstaklega þegar málið var fyrst til umræðu fyrir tæpum tveimur árum og hefðu safnað undirskriftum til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. „Ég hef auðvitað bara töluverða samúð með því að fólki finnist erfitt þegar búið er að taka eina ákvörðun að mögulega þurfi að snúa henni við. Það getur verið mjög erfitt,“ segir Alexandra. „Ég skil að fólki finnist þetta erfitt og þess vegna var líka mjög mikilvægt að við myndum hafa umsagnaferli, fá skoðanir fólks og skólasamfélagsins áður en við myndum endanlega taka ákvörðun. Það er mikilvægt að heyra skoðanir og taka tillit til þeirra. En við þurfum líka að taka mark á staðreyndum málsins.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01 „Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Skóla- og frístundaráð tilkynnti um það í gær að óskað væri eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Áður hafði staðið til að byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru í dalnum til að bregðast við fjölgun nemenda. Ekki endanleg ákvörðun Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um [málið] en miðað við gögnin sem við erum að sjá núna þá hljótum við að skoða það mjög alvarlega að skipta um skoðun, miðað við ákvörðunina sem var tekin fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Þegar fyrri kosturinn, að byggja við hvern skóla, hafi verið skoðaður hafi hratt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Þessi tillaga virkar lang álitlegust. Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ segir Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Taka þurfi mark á staðreyndum Nokkur umræða skapaðist um málið á íbúasíðu Langholtshverfis á Facebook. Þá sagði Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjaskóla, í viðtali á Vísi í gær að ákvörðun ráðsins væri köld vatnsgusa í andlit skólasamfélagsins. Benti hann meðal annars á að foreldrar hefðu mótmælt þessari tillögu sérstaklega þegar málið var fyrst til umræðu fyrir tæpum tveimur árum og hefðu safnað undirskriftum til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. „Ég hef auðvitað bara töluverða samúð með því að fólki finnist erfitt þegar búið er að taka eina ákvörðun að mögulega þurfi að snúa henni við. Það getur verið mjög erfitt,“ segir Alexandra. „Ég skil að fólki finnist þetta erfitt og þess vegna var líka mjög mikilvægt að við myndum hafa umsagnaferli, fá skoðanir fólks og skólasamfélagsins áður en við myndum endanlega taka ákvörðun. Það er mikilvægt að heyra skoðanir og taka tillit til þeirra. En við þurfum líka að taka mark á staðreyndum málsins.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01 „Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01
„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00
Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43