„Brandarinn er búinn!“ María Heba Þorkelsdóttir skrifar 16. maí 2024 11:30 Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. “Brandarinn er búinn!”, er fullyrt. “Trúðalestin stopp!” “Ekki meira sprell takk!” Svo það sé sagt; á vissan hátt skil ég að fólk sem ekki þekkir Jón fyrir annað en grínið líti málið þessum augum. Því sannarlega er Jón einn fyndnasti maður landsins. Staðreyndin er þó sú að Jón Gnarr hefur svo miklu, miklu meira til að bera og er margt fleira til lista lagt en að vera fyndinn. Jón er þeim dýrmæta eiginleika gæddur að hann gerir hlutina af kærleika. Og kannski er það einmitt ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu vel lukkaður grínisti hann er. Jón grínar af kærleika. Þetta tekst Jóni vegna þess að hann kann nefninlega þá list að hlusta af kærleika. En það að hlusta af kærleika felur í sér að hlusta af skilningi og umhyggju. Og það er eiginleiki sem forseta er nauðsynlegur. Jón er góðum gáfum gæddur, hann er vel lesinn og það mikilvægasta af öllu, hann er drengur góður. Hann er maður sameiningar og friðar. Hann er einlægur og hefur vit á því að vera í góðu skapi.Við ættum að forðast að falla í þá gryfju að rugla saman einlægni og einfeldni. Það væri mikill sómi fyrir Ísland að Jóni Gnarr sem forseta lýðveldisins. Ég vil forseta kærleika og sameiningar og því ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. “Brandarinn er búinn!”, er fullyrt. “Trúðalestin stopp!” “Ekki meira sprell takk!” Svo það sé sagt; á vissan hátt skil ég að fólk sem ekki þekkir Jón fyrir annað en grínið líti málið þessum augum. Því sannarlega er Jón einn fyndnasti maður landsins. Staðreyndin er þó sú að Jón Gnarr hefur svo miklu, miklu meira til að bera og er margt fleira til lista lagt en að vera fyndinn. Jón er þeim dýrmæta eiginleika gæddur að hann gerir hlutina af kærleika. Og kannski er það einmitt ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu vel lukkaður grínisti hann er. Jón grínar af kærleika. Þetta tekst Jóni vegna þess að hann kann nefninlega þá list að hlusta af kærleika. En það að hlusta af kærleika felur í sér að hlusta af skilningi og umhyggju. Og það er eiginleiki sem forseta er nauðsynlegur. Jón er góðum gáfum gæddur, hann er vel lesinn og það mikilvægasta af öllu, hann er drengur góður. Hann er maður sameiningar og friðar. Hann er einlægur og hefur vit á því að vera í góðu skapi.Við ættum að forðast að falla í þá gryfju að rugla saman einlægni og einfeldni. Það væri mikill sómi fyrir Ísland að Jóni Gnarr sem forseta lýðveldisins. Ég vil forseta kærleika og sameiningar og því ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar